Silence er kvikmynd í leikstjórn Martins Scorsese. Myndin er byggð á skáldsögu frá 1966 eftir japanska rithöfundinn Shūsaku Endō. Þrátt fyrir að myndin gerist í Nagasaki í Japan var hún að öllu leyti tekin upp á Taívan í kringum Taípei. Martin Scorsese hefur sagt að þegar hann var lítill hafi hann lesið sögur um trúboða og hafi langað að verða trúboði. Bókina las hann upprunalega í ágúst og september 1989 þegar hann var að ferðast um Japan.

Í helstu hlutverkum eru Andrew Garfield, Adam Driver, Liam Neeson, Tadanobu Asano og Ciarán Hinds. Myndin fjallar um presta úr Jesúítareglunni á 17. öld sem ferðast frá Portúgal til Japan til að finna týndan kennara og vinna að trúboði.

Myndin var frumsýnd í Róm þann 29. nóvember árið 2016 og var tekin til sýninga í Bandaríkjunum 23 desember.

  NODES
languages 1