Sjö gegn Þebu er harmleikur eftir forngríska leikskáldið Æskýlos. Leikritið byggir á goðsögu um sögu Þebu og fjallar um baráttu bræðranna Pólýneikesar og Eteóklesar, sona Ödípúsar og Jóköstu, um völdin. Þeir höfðu ákveðið að skiptast á að fara með völdin en þegar Eteókles neitaði að leggja niður völdin að sínum tíma loknum safnaði Pólýneikes liði meðal óvina borgarinnar og lagði til atlögu.

Evripídes segir sömu sögu í leikritinu Fönikíukonur en leikrit Sófóklesar Antígóna gerist í framhaldi af sögunni um sjö gegn Þebu.

Varðveitt leikrit Æskýlosar
  NODES