Snæfellsbær er sveitarfélag á utanverðu Snæfellsnesi. Það var stofnað 11. júní 1994 með sameiningu Ólafsvíkurkaupstaðar, Neshrepps utan Ennis, Breiðuvíkurhrepps og Staðarsveitar.

Snæfellsbær
Skjaldarmerki Snæfellsbæjar
Staðsetning Snæfellsbæjar
Staðsetning Snæfellsbæjar
Hnit: 64°53′53″N 23°42′18″V / 64.898°N 23.705°V / 64.898; -23.705
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
Þéttbýliskjarnar
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriKristinn Jónasson
Flatarmál
 • Samtals682 km2
 • Sæti32. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals1.617
 • Sæti27. sæti
 • Þéttleiki2,37/km2
Póstnúmer
360
Sveitarfélagsnúmer3714
Vefsíðasnb.is

Bæjarmörk Snæfellsbæjar eru annars vegar í Staðarsveit, rétt vestan við Vegamót og hins vegar að norðan í Búlandshöfða. Bæjarfélagið er um 680 ferkílómetrar að stærð og íbúar þess eru rúmlega 1800 talsins. Flestir búa í þéttbýliskjörnunum Ólafsvík, Rif og Hellissandi, en aðrir íbúar eru dreifðir um sveitir þess, Fróðárhrepp, Breiðuvík og Staðarsveit, eða minni þéttbýliskjarna á Hellnum og Arnarstapa. Í bæjarfélaginu eru því víðáttumikil óbyggð svæði þar sem auðvelt er að komast í snertingu við óspillta náttúru.

Hringvegur er um Snæfellsbæ og ef komið er akandi frá Reykjavík eftir vegi 54 er við Fróðárheiði hægt að velja að aka yfir heiðina og norður fyrir og þaðan hring um Jökulinn eða að aka um Útnesveg eftir vegi 574 í hring norðurfyrir. Snæfellsjökull er því nokkurs konar miðja í bæjarfélaginu sem sést víða að.

Aðalatvinnuvegir eru sjávarútvegur og landbúnaður.

Tengt efni

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1