Snæhéri
spendýr af ættbálki héradýra
Snæhéri (fræðiheiti: Lepus timidus) er spendýr af ættbálki héradýra. Hann lifir í köldum löndum (í Evrasíu) og skiptir lit eftir árstíðum. Snæhérinn er stærsta nagdýr Norðurlanda, en hann er álíka stór og köttur. Hann er fremur grannvaxinn og samsvarar sér vel.
Snæhéri | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Lepus timidus Linnaeus, 1758 | ||||||||||||||
Útbreiðsla snæhéra (grænt - innfæddur, rautt - innfluttur)
|
Snæhérar voru fluttir frá Noregi til Færeyja árið 1855. Á Íslandi eru engir snæhérar en reynt var tvisvar að flytja þá til landsins, fyrst 1784.[2] Seinna skiftið, eða árið 1861, voru fluttir snæhérar frá Færeyjum til Íslands og þeim komið fyrir úti í Viðey. Virtust þeir dafna vel en þóttu harðleiknir við æðarvarpið og var lógað. Síðan þá hafa ekki verið snæhérar á Íslandi, en þrátt fyrir það er bannað samkvæmt íslenskum lögum að skjóta þá.
Annað
breytaHeimskautahéri - Lepus arcticus
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Snæhéri.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Lepus timidus.
Heimildir
breyta- ↑ Smith, A.T.; Johnston, C.H. (2019). „Lepus timidus“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2019: e.T11791A45177198. doi:10.2305/IUCN.UK.2019-1.RLTS.T11791A45177198.en. Sótt 19. nóvember 2021.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 3. desember 2021.