Snowdonia-þjóðgarðurinn

Eryri (eða á ensku, Snowdonia)[1][2] er fjöllótt svæði í norður-Wales sem þekur 2.130 km2 svæði. Nafnið er tilkomið frá Snowdon sem er hæsta fjall Wales (1085 m.).

Staðsetning.

Þjóðgarðurinn varð sá þriðji í Bretlandi á eftir Peak District og Lake District. Eignarhald er bæði hjá ríki og í einkaeigu. Meira en 26.000 manns búa innan Snowdonia og tala tæp 60% þeirra velsku (2011).

Mikið er um opið land og fjöll en þó talsvert af landbúnaðarstarfsemi. Eik, birki, askur, ilmreynir og hesli eru meðal trjáa í upprunalegum skógum. Votviðrasamt er á svæðinu og er ársúrkoma 4.473 millimetrar.

Eryri-fjöll.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Snowdonia“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. mars. 2017.

  1. Forgrave, Andrew (16. nóvember 2022). „Yr Wyddfa will take precedence over Snowdon after national park vote“. North Wales Live (enska). Sótt 19. nóvember 2023.
  2. „Eryri National park lake names to only be referred to in Welsh“.
  NODES
languages 1