Stasi
Ríkisöryggisráðuneytið (þýska Ministerium für Staatssicherheit, skammstafað MfS), þekkt sem Stasi var stofnað 8. febrúar 1950 einungis 4 mánuðum eftir stofnun Þýska lýðveldisins betur þekkt sem Austur-Þýskaland. Stasi er algengasta heitið á svonefndu ríkisöryggisráðuneyti landsins (á þýsku: Ministerium für Staatssicherheit), sem rak leyniþjónustu ríkisins. Höfuðstöðvar þeirra voru staðsettar í Berlín. Einkunnarorð þeirra voru skjöldur og sverð flokksins (á þýsku: Schild und Schwer der Partei). Erich Mielke var yfirmaður Stasi lengst af öllum í 32 ár af þeim 40 sem Austur-Þýskaland var til.
Helstu hlutverk Stasi innan Austur-Þýskalands var að njósna um eigin íbúa þá fyrst og fremst í gegnum fjölmarga uppljóstrara sem störfuðu fyrir Stas. Fjöldi uppljóstrara var allt frá 500.000 til 2 milljónir ef með eru taldnir þeir sem voru reiðubúnir að njósna um landa sína. Útsendarar Stasi handtóku í kringum 250.000 manns vegna stjórnmálaskoðanna sinna á þeim 40 árum sem leyniþjónustan starfaði.[1]
Þekkt aðferð við yfirheyrslur sem Stasi notaði kallaðist niðurbrot (á þýsku: Zersetzung). Aðferðin felur í sér að nota sálfræði til að brjóta niður vilja þeirra sem var verið að yfirheyra. Sem dæmi var brotist inn í hús fólks og húsgögn færð til, tímanum á klukkum breytt ásamt öðrum smávægilegum breytingum til að rugla fólk í ríminu.[2]
Þegar Austur-Þýskaland leið undir lok störfuðu 102 þúsund starfsmenn hjá ráðuneytinu. Árið 1994 höfðu að auki verið borin kennsl á 174 þúsund manns sem störfuðu sem uppljóstrarar fyrir leyniþjónustuna, meðal almennings. [3]
Heimildir
breyta- ↑ „Stasi | Meaning, Facts, Methods, & Files“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ „Stasi Tactics – Zersetzung | Max Hertzberg“ (bresk enska). 22. nóvember 2016. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ John O. Koehler. Stasi The Untold Story of the East German Secret Police. Vestview Press 1999. https://www.nytimes.com/books/first/k/koehler-stasi.html