Stein Rokkan (4. júlí 192122. júlí 1979) var norskur stjórnmálafræðingur og félagsfræðingur. Hann var prófessor í samanburðarstjórnmálafræði við Háskólann í Bergen.

Þar sem Rokkan var upprunalega menntaður sem heimspekingur stundaði hann rannsóknir með Arne Næss. Seinna beindust áhugamál hans að stjórnmálum og þá sérstaklega að myndun stjórnmálaflokka og evrópskra þjóða. Sem stjórnmálafræðingur starfaði hann mikið með Seymour Martin Lipset og er þetta tvíeyki vel þekkt innan stjórnmálafræðinnar. Rokken er einnig þekktur fyrir að vera brautryðjandi í notkun tölvutækni innan félagsfræðanna.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Noregsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES