Styrjuætt (fræðiheiti: Acipenseridae) er ætt styrja. Samtals eru 25 tegundir í þessari ætt[1].

Styrjuætt
Acipenser sturio Linnaeus
Acipenser sturio Linnaeus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Undirflokkur: Brjóskgljáfiskar (Chondrostei)
Ættbálkur: Styrjur (Acispenseriformes)
Ætt: Styrjuætt (Acipenseridae)
Undirættir
  • Scaphirhynchinae
  • Acipenserinae

Lýsing

breyta

Fiskar af þessari ætt eru tíðast mjög stórvaxnir, rennilegir, svipaðir háfiskum í vexti, með stóran skásporð og 5 raðir af beinplötum eftir endilöngum bol og stirtlu: 1 eftir miðju baki, 2 á hliðum og 2 á kviði. Höfuðið er þakið beinplötum að ofan og á hliðum, en höfuðkúpan er úr brjóski; það er dregið fram í langa, sívala eða flata trjónu, en munnurinn er neðan á því aftanverðu; hann er lítill eða miðlungsstór með mjúkum "vörum", útskjótanlegur og tannlaus. Fyrir framan munninn eru 4 skeggþræðir í þverröð. Augun eru smá, en nasirnar víðar og rétt fyrir framan þau. Tálknin eru 4 hvorum megin og vel þroskuð tælkni innan á tálknalokum. Gelgjur eru engar og gelgjubörðin eru gróin við lífoddann. Kvíðuggarnir eru aftast á kvíðnum og bakugginn er einn, en allir uggar eru vel þroskaðir, einkum sporðurinn og á framrönd stöku ugganna eru randplötur. Uggageislarnir eru linir liðgeislar, nema ysti eyruggageislinn, sem er harður og liðalaus. Sundmaginn er stór, með loftgöng inn í ofanvert kokið[2].

Ættkvíslir

breyta

Það eru aðeins 4 ættkvíslir í þessari ætt:

Tenglar

breyta
  1. „FishBase“ (enska). Leibniz Institute of Marine Sciences.[óvirkur tengill]
  2. Bjarni Sæmundsson (1926). Íslensk dýr I. Fiskarnir (Pisces Islandiæ). Reykjavík: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. bls. 444.
  NODES