Sylt (danska: Sild; frísneska: Söl`, þýska: Sylt) er eyja í Norður-Þýskalandi og tilheyrir Norðurfrísnesku eyjunum.

Sylt
Gervihnattamynd af Sylt

Landafræði

breyta

Sylt liggur í Norðursjó úti fyrir strönd Suður-Slésvíkur í Norður-Fríslandi alveg við landamæri Þýskalands og Danmerkur. Hún er hluti af Norðurfrísnesku eyjunum, norðan við Föhr og sunnan við dönsku eyjuna Rømø. Eyjan er löng og mjó og tengist meginlandinu um mjótt manngert eiði. Það heitir Hindenburgdamm og er notað af járnbraut. Sylt var einu sinni hluti meginlandsins en hefur smám saman sokkið vegna ágangs sjávar. Nyrsti hluti eyjarinnar er jafnframt nyrsti tangi Þýskalands. Þar er bærinn List, sem er nyrsti bær Þýskalands.

Á Sylt eru nokkrir bæir sem dreifast um eyjuna. Þeirra helstur er Westerland, en þar búa 9 þúsund manns. Westerland er jafnframt höfuðstaður Sylt. Þar eru góðar baðstrendur, enda lifa bæjarbúar að mestu á ferðamennsku. Nokkrir bæjanna, svo sem Kampen, hafa þróast í það að vera sumarhúsasvæði fyrir ríka fólkið í Þýskalandi. Íbúar Sylt eru að staðaldri 21 þúsund, en yfir sumarleyfistímann margfaldast sá fjöldi.

 
Hús með stráþökum á Sylt

Sylt var upphaflega dönsk eyja, enda var Slésvík danskt hertogadæmi. Eyjan var áföst meginlandinu allt til 1361, en þá braut sjórinn af landinu í miklu stormflóði. 1864 hertók Bismarck Slésvík í prússnesk-danska stríðinu og varð eyjan þá þýsk. 1927 var hafist handa við að tengja eyjuna við meginlandið á ný með þröngu eiði sem fékk heitið Hindenburgdamm. Á eiðið var lögð járnbrautarlína og ganga lestir reglulega í eyjuna. Ekki er hægt að aka á bíl út í Sylt. Þeir sem vilja taka bíl með út í eyna, verða að setja hann á þartilgerða járnbrautarvagna (Sylt Shuttle) og taka lestina . Eingöngu er hægt að hlaða vagnana í Niebüll [1], fyrir utan Westerland.

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir

breyta
  1. „Start“. www.syltshuttle.de (þýska). Sótt 2. ágúst 2022.
  NODES
languages 1
os 2