Tæknisaga
Tæknisaga er saga tækniþróunar frá forsögulegum tíma til okkar daga. Ný tæki og aðferðir hafa verið mikilvægt hreyfiafl í mannkynssögunni og vísindasögunni. Nýjar uppfinningar eru bæði afurðir og undirstaða hagkerfa og stór hluti af daglegu lífi fólks. Tækninýjungar hafa þannig áhrif á samfélagsgerð og menningu. Tækninýjungar eru líka undirstaða hernaðarmáttar ríkja.