Taflmenn frá Ljóðhúsum

Taflmennirnir frá Ljóðhúsum eru um hundrað fagurlega útskornir taflmenn sem fundust á eyjunni Ljóðhús (Lewis) sem er ein af Suðureyjum og eru taflmennirnir varðveittir hjá Breska þjóðminjasafninu. Þeir eru taldir norrænir að uppruna og hafa komið til Suðureyja frá Noregi. Þeir eru flestir skornir út í rostungstönn en nokkrir eru úr hvalbeini.

Nokkrir af sögualdar taflmönnunum frá Ljóðhúsum. Drottningin er í forgrunni.

Guðmundur G. Þórarinsson hefur sett fram hugmyndir um að taflmennirnir séu íslensk smíð og gerðir í smiðju Páls Jónssonar, Skálholtsbiskups, við lok 12. og í byrjun 13. aldar og unnir af Margréti oddhögu.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Are the Isle of Lewis chessmen Icelandic?“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. janúar 2014. Sótt 30. desember 2013.

Tenglar

breyta
  NODES