Tatra er tékkneskur bílaframleiðandi. Tatra hóf starfsemi sína í bænum Kopřivnice árið 1850 og er þriðji elsti bílaframleiðandi í heimi. Árið 1897 smíðaði fyrirtækið fyrsta fólksbíl Mið-Evrópu og var hann kallaður Präsident. Ári síðar var fyrsti vörubíll fyrirtækisins smíðaður.

Tatra-einkennismerkið
Tatra T-11 frá 1924
Präsident
Tatra 12

Tatra hefur framleitt ótal gerðir fólksbíla og vörubíla í gegnum tíðina. Árið 1998 hætti fyrirtækið fólksbílaframleiðslu og hefur einbeitt sér að vörubílaframleiðslu eftir það. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir Tatra vörubílum og þykja þeir einstaklega hentugir fyrir heri vegna þess hversu vel þeir drífa, hversu auðvelt er að halda þeim við og hversu lengi þeir endast. Þeir eru taldir henta vel við erfiðar aðstæður.

Tatra vörubílar hafa keppt árum saman í hinu fræga París-Dakar Rallýi og hafa sex sinnum unnið í flokki vörubíla með ökuþórinn Karel Loprais undir stýri.

Tegundir

breyta

Fólksbílar

breyta

Vörubílar

breyta

Tenglar

breyta

Vefsíða Tatra bílaframleiðandans Geymt 9 janúar 2007 í Wayback Machine

  NODES
languages 1
mac 1