Thomas Hoccleve eða Occleve (um 1368–1426) var enskt skáld og atvinnuskrifari á Englandi á þeim árum þegar Lancaster-ættin var við völdin. Hann hefur verið talinn meðal höfuðskálda 15. aldar á Englandi.

Myndin sýnir prins Hinrik af Wales (síðar Hinrik 5. Englandskonungur) færa John de Mowbray, hertoganum af Norfolk, verk eftir Hoccleve. Úr handriti frá um 1411–1413, nú í British Library

Ævi Hoccleve

breyta

Um ætt og uppruna Hoccleve er ekkert vitað. Hann giftist um eða fyrir 1410 en óvisst er hvað konan hans hét eða hvort þau eignuðust börn. Kveðskapur Hoccleve geymir þó ýmsar vísbendingar um lífið hans sem að mörgu leyti litaðist af fábreytileika embættismannsins. Hann tók til að mynda ekki þátt í Hundrað ára stríðinu sem geysaði á þeim tíma.

Hoccleve vann í um 35 ár sem atvinnuskrifari fyrir enska leyndarráð (e. Privy Council) en kvartaði vissulega um kjörin sín í kveðskapnum sínum enda mun hann hafa óskað sér meiri starfsframa (eða a.m.k. meiri starfsöryggi og betri laun).

Þátttaka Hoccleve í opinberu stjórnsýslunni á Englandi hefur gert það að verkum að mörg skjöl hafa varðveist með hans hendi og sömuleiðis ýmsar kvittanir um borganir til hans. Hann þurfti að kunna frönsku og latínu til að gegna skrifarastöðu fyrir leyndarráðið. Hann orti þó ljóðin sín á móðurmáli (miðensku) eins og fyrirrennari hans Chaucer hafði einnig gert. Hoccleve hefur upp Chaucer sem höfuðskáld í nokkrum kvæðum og í dag er hugsanlega þekktastur fyrir sinn þátt í að halda minni Chaucer á loft. Þeir voru samtímamenn og báðir opinberir starfsmenn en Chaucer var nokkuð eldri og hlaut meiri frama í starfi en Hoccleve. Hoccleve dregur upp þá mynd að hann hafi dást að hæfileikum Chaucer í lífandi lífi en óljóst er hversu vel þeir þekktust í raun.

Verk Hoccleve

breyta

Það verk Hoccleve sem náði mesta útbreiðslu mun hafa verið The Regiment of Princes sem hefur varðveist í um 40 handritum þrátt fyrir lengd kvæðisins og fjallar um (regiment þýðir hér stjórn). Að auki hefur varðveist eftir hann Serían (The Series), sem er að hluta til frumort og sjálfsævisöguleg en inniheldur einnig þýðingar úr latínu. Hann orti einnig styttri ljóð til velunnara sinna og Maríukvæði (kvæði ort til heiðurs Maríu mey).

Útgáfur

breyta
  • Perkins, Nicholas (2001), Hoccleve's Regiment of Princes: Counsel and Constraint, Boydell & Brewer

Fræðimennska um Hoccleve

breyta
  NODES