Timbuktu (tónlistarmaður)

sænskur rappari

Jason Michael Robinson Diakité (fæddur 11. janúar 1975 í Lundi, Svíþjóð) er sænskur rappari og reggítónlistarmaður sem gengur undir listamannsnafninu Timbuktu.

Timbuktu
Upplýsingar
Fæddur11. janúar 1975
UppruniFáni Svíþjóðar Lundur, Svíþjóð
Ár virkur1990-
StefnurHip hop, reggí
Vefsíðawww.timbuk.nu
Timbuktu og Damn! á The Park Festival árið 2007

Timbuktu ólst upp í Lundi í Svíþjóð. Hann rappar aðallega sænsku með skánskum hreim, en stundum líka á ensku. Fyrsta smáskifan hans kom út árið 1996 og síðan stofnaði hann hljómsveitina Excel ásamt dönskum rappara og gaf út plötuna Bright Lights, Big City árið 1999. Nokkrum mánuðum síðar gaf hann út fyrstu einleiks plötuna sína: The Conspiracy.

Á árunum 2003–2004 kom út platan The Botten is Nådd. Í kjölfar hennar fór hann á hljómleikaferð ásamt DJ Amato, Chords og Damn!. Á þessum tíma hlaut hann Grammis, sem eru sænsku Grammy-verðlaunin, samdi tónlist fyrir sjónvarpsþáttinn Kniven i hjärtat og lék í kvikmyndinni Babylonsjukan. Sumarið árið 2004 gaf hann út plötu ásamt Helt Off og Chords og árið 2005 kom platan Alla vill till himmelen men ingen vill dö (Allir vilja til himna en enginn vill deyja) sem var vel þokkuð bæði í Svíþjóð og í Noregi.

Árið 2008 gaf Timbktu út plötuna En High 5 & 1 Falafel. Á henni sér íslenska hljómsveitin Hjálmar um undirleik í laginu: Dom hinner aldrig ifatt.

Þann 8. júní 2011 kom Sagolandet (Sögulandið) út sem er áttunda plata Timbuktu.

Útgefið efni

breyta

Einleikur

breyta

Plötur

breyta
  • 2000 - T2: Kontrakultur
  • 2002 - W.D.M.D.
  • 2003 - The Botten Is Nådd
  • 2004 - Live! ásamt Damn!
  • 2005 - Alla vill till himmelen men ingen vill dö
  • 2007 - Oberoendeframkallande
  • 2008 - En High 5 & 1 Falafel
  • 2011 - Sagolandet

Smá- og stuttskifur

breyta
  • 1996 - Lifestress ásamt Falcon & Sleepy
  • 1999 - The Conspiracy
  • 2000 - Independent Moves
  • 2000 - Naked Lunch ásamt Promoe
  • 2000 - MVH
  • 2001 - Pendelparanoia
  • 2001 - Northface EP
  • 2001 - Alla Vet
  • 2002 - Gott Folk
  • 2002 - Jag Drar
  • 2002 - Ljudet Av..
  • 2002 - The Bad Sleep Well EP ásamt Promoe
  • 2003 - Vertigo Ásamt Promoe
  • 2003 - Ett brev
  • 2003 - The Botten Is Nådd
  • 2003 - Dynamit! ásamt Peps Persson
  • 2005 - Alla vill till himmelen men ingen vill dö
  • 2005 - Det löser sej ásamt Chords & Supreme
  • 2005 - Stirra ner
  • 2007 - Karmakontot
  • 2007 - Lika barn avvika bäst del 2
  • 2007 - Fantasi
  • 2008 - Tack för kaffet ásamt Dregen
  • 2008 - NAP (Nån Annans Problem)
  • 2009 - Välj mej ásamt Svante Lodén
  • 2011 - Dödsdansen
  • 2011 - Resten av ditt liv

Ásamt Helt Off

breyta

Plötur

breyta
  • 2004 - Helt off
  • 2006 - I huset
  • 2010 - Marknadens soldat

Ásamt Excel

breyta

Plötur

breyta
  • 1999 - Bright Lights, Big City

Smáskifur

breyta
  • 1998 - Pump
  • 1999 - All Nite Long
  • 1999 - You Move Me

Heimildir

breyta
Þessi grein hefur verið þýddur frá sænskri Wikipediu.
  NODES