Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna

Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (enska: United States Environmental Protection Agency, skammstafað EPA) er bandarísk alríkisstofnun með það hlutverk að vernda heilsu manna og umhverfis með því að semja og framfylgja reglugerðum byggðum á lögum Bandaríkjaþings. EPA var stofnuð í forsetatíð Richard Nixon og tók fyrst til starfa 2. desember 1970. Yfirmaður stofnunarinnar er skipaður af Bandaríkjaforseta. Núverandi yfirmaður er Gina McCarthy. Staða yfirmanns Umhverfisverndarstofnunarinnar er á sama stigi og ráðherrastaða.

Höfuðstöðvar EPA í Washington, D.C.

Höfuðstöðvar Umhverfisverndarstofnunarinnar eru í Washington, D.C. en auk þess rekur stofnunin 10 svæðisskrifstofur og 27 rannsóknarstofur. Stofnunin fæst við umhverfismat, rannsóknir og menntun. Hún hefur það hlutverk að framfylgja umhverfislögum af ýmsum toga, í samstarfi við fylkin, ættbálka frumbyggja og sveitarstjórnir. Eftirlit, leyfisveitingar og eftirfylgni eru að hluta unnin af þessum aðilum fyrir stofnunina. Stofnunin hefur leyfi til að refsa fyrir brot gegn lögum með sektum, bönnum og öðrum leiðum. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 15.000 talsins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES