Unnatural Acts
Unnatural Acts voru breskir gamanþættir eftir Julian Barratt, Seán Cullen, Rich Easter og Rich Fulcher sem voru sendir út árið 1998 á sjónvarpsstöðinni Paramount Comedy Channel, sem nú heitir Comedy Central.
Í dag eru þættirnir aðallega þekktir sem fyrirrennari gamanþáttanna Mighty Boosh sem voru sýndir á BBC Three frá 2004 til 2007. Hugmyndin að fyrstu þáttaröð Mighty Boosh, dýragarðsverðirnir sem leiknir eru af Julian Barratt og Noel Fielding, á upptök sín í þessum þáttum.