Urusei Yatsura (jap. うる星やつら eða Lum: Urusei Yatsura og The Return of Lum: Urusei Yatsura) er manga eftir Rumiko Takahashi. Það kom út árið1978-1987. Það var einnig gerð anime-sería byggð á myndasögunni sem var sýnd á árunum 1981-1986. Einnig voru gerðir nokkrir tölvuleikir milli 1987 og 2005.

Persónur

breyta
  • Ataru Moroboshi (jap. 諸星あたる) er aðalpersónan og rosaperri. Hann er mjög óheppinn því hann fæddist á föstudaginn þrettánda. Geimvera með nafninu Lum er ástfangin af honum og eltir hann hvert sem hann fer. Hann elskar hana en viðurkennir það aldrei. Í stað þess eltir hann aðrar stelpur eins og Shinobu og Sakura.
  • Lum Invader (jap. ラム) er geimveruprinsessa, sem getur flogið og gefið eldingar frá sér. Hún er ástfangin af Ataru þó að hann sé á eftir öðrum stelpum. Hún reiðist mjög fljótt og er hættulegt að vera nálægt henni þegar það gerist.
  • Shinobu Miyake (jap. 三宅しのぶ) er í sama bekk og Ataru. Hann er skotinn í henni en hún elskar Mendou. Þegar hún reiðist fjúka borð og aðrir stórir hlutir í gegnum stofuna.
  • Shuutaro Mendou (jap. 面堂終太郎) á mjög ríka fjölskyldu. Hann er einnig í sama bekk og Ataru og Shinobu. Ávallt eru margar stelpur skotnar í honum og er Shinobu engin undantekning. En hann hefur bara áhuga á Lum. Mendou er hryllilega hræddur við myrkrið nema þegar falleg stelpa er að horfa á hann.
  • Jariten (jap. ジャリテン) eða Ten er litli frændi Lumar. Hann getur líka flogið og hann spúir eld. Hann býr hjá Ataru og Lum og reynir stöðugt að sannfæra Lum að gefast upp á Ataru því að hann er óverðugur.
  • Sakuranbo (jap. 錯乱坊) eða Cherry er eldgamall búddamunkur sem birtist alltaf þegar síst er búist við honum. Cherry reynir að verja Ataru frá óheppni sinni gegn vilja hanns. Hann hefur ótrulega matarlist og notar öll tækifæri til að fá ókeypis mat.
  • Sakura (jap. サクラ) er frænka Cherrys. Hún er skólalæknir í skóla Atarus og hún er einnig Miko í shinto musteri. Ataru og margir aðrir strákar skólans eru skotnir í henni því að hún er ung og falleg kona. Eins og frændi hennar er hún með mikinn andlegan kraft og góða matarlist.

Söguþráðurinn

breyta

Sagan fjallar aðallega um Ataru og Lum og fullt af óhöppum. Ataru bað Lum óvart að giftast sér og varð hún þá ástfangin af honum. En hann missti áhuga á henni og hélt áfram að elta aðrar stelpur. En Lum varð mjög afbrigðissöm og refsar honum með eldingum. Nú býr Lum hjá fjölskyldu hans Atarus og Ten býr einnig hjá þeim. Þeir Ataru og Ten rífast stöðugt og leggja herbergið hans í rúst. Þegar Mendou, ríkasti strákur Japans, kemur fyrst í skólann fær hann óvart borð í hausinn, kastað af Shinobu sem var í reiðiskasti og verður hún strax skotin í honum. En hann hefur bara áhuga á Lum. Hann og Ataru verða mestu fjandmenni vegna ástar Mendou til Lumar og ást hennar til Ataru. Allt verður enn flóknara þegar fleiri persónur bætast við. Sagan er byggð á mörgum litlum smásögum með litlu samhengi. Í þeim birtast oft skrýtnar geimverur og ógnarlegar ófreskjur. Urusei Yatsura fjallar í stuttu máli um ást, óheppni, furðulegar verur og ómögulega atburði.

  NODES