Utrecht er minnsta hérað Hollands með aðeins 1.560 km2. Það var í margar aldir stjórnað af furstabiskupum úr borginni Utrecht. Rætt er á hollenska þinginu um að leysa héraðið upp og sameina það Norður-Hollandi og Flevoland í eitt stórt hérað.

Fáni Skjaldarmerki
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Utrecht
Flatarmál: 1.560 km²
Mannfjöldi: 1.353.596 (2019)
Þéttleiki byggðar: 981/km²
Vefsíða: [1][óvirkur tengill]
Lega

Lega og lýsing

breyta

Utrecht er nokkuð miðsvæðis í Hollandi. Fyrir norðvestan er Norður-Holland, fyrir suðvestan er Suður-Holland, en fyrir sunnan og austan er Gelderland. Nyrsti hluti Utrecht nemur við stöðuvatnið Eemmeer, sem tengist Ijsselmeer. Syðst er Rínarfljót (bæði Lek og Oude Rijn). Mikill skipaskurður gengur mitt í gegnum héraðið (og borgina Utrecht), sem tengir Rín við Amsterdam. Héraðið er aðeins 1.560 km2 að stærð og er þar með minnsta hérað Hollands. Íbúar eru 1,4 milljónir. Höfuðborgin heitir sömuleiðis Utrecht.

Skjaldarmerki og fáni

breyta

Skjaldarmerki Utrecht er mjög flókið. Skjöldurinn er fimmskiptur. Tvisvar kemur rauða ljón Hollands fyrir og tvisvar kemur hvíti krossinn á rauðum grunni fyrir, en það var merki furstabiskupanna af Utrecht. Fyrir miðju er skjöldur borgarinnar Utrecht. Öll merkin eru þegar til á fyrri öldum en skjaldarmerkið eins og það lítur út í dag var tekið upp 14. apríl 1858.

Fáninn er líkur fána Póllands, það er að segja hvít rönd að ofan og rauð rönd að neðan. En efst til vinstri er hvíti kross biskupanna af Utrecht. Litirnir eru teknir úr skjaldarmerkinu. Fáninn var tekinn upp 15. janúar 1952.

Orðsifjar

breyta

Héraðið heitir eftir borginni Utrecht, en hún hét Traiectum ad Rhenum á tímum Rómverja. Það merkir ferjustaður eða vað yfir Rín. Úr Traiectum verður seinna Uit Trekt (frá Trekt) og loks Utrecht.

Söguágrip

breyta

Í borginni Utrecht var biskupssetur stofnað árið 722 af heilögum Willibrord. Í gegnum miðaldirnar var svæðinu í kringum Utrecht stjórnað af biskupum, sem fóru með völd fyrir keisara þýska ríkisins. Völd þeirra spönnuðu stærra svæði, en megnið af héraðunum Overijssel og Drenthe voru á yfirráðasvæði þeirra. Árið 1527 seldu biskuparnir Karli V keisara yfirráðin, en hann var af Habsborgarætt. Þegar Hollendingar hófu uppreisn sína gegn Spáni (spænsku Habsborgaralínunni), gengu íbúar Utrecht til liðs við Hollendinga 1579 og hrundu af sér erlendu yfirráðin. Utrecht var stofnhérað í sjálfstæðu Hollandi og hefur ætíð verið minnsta héraðið. Eftir heimstyrjöldina síðari hefur Utrecht verið stækkað örlítið á kostnað svæða í Suður-Hollandi. Uppi eru hugmyndir um það að sameina Utrecht, Norður-Holland og Flevoland í eitt stórt hérað, sem fengi heitið Randstad.

Borgir

breyta

Stærstu borgir í Utrecht. (2021)

Röð Borg Íbúar Ath.
1 Utrecht 362 þúsund Höfuðborg héraðsins
2 Amersfoort 159 þúsund
3 Veenendaal 68 þúsund
4 Zeist 66 þúsund
5 Nieuwegein 65 þúsund

Heimildir

breyta
  NODES
languages 1
os 3