Vínýlklóríð er grunnefni sem notað er í framleiðslu á fjölvínýlklóríði („PVC-plastefni“). Við fjölliðun efnisins hvarfast ekki allir þættir og ákveðið magn vínýlklóríðs verður í vörunni.

Reglur eru um hvert hámarksgildi vínýlklóríðs má vera í fullunnum efnum og hlutum. Hámarksgildi vínýlklóríðs í efnum og hlutum má vera 1 mg/kg en flæði vínýlklóríðs í matvæli skal vera minna en 0,01 mg/kg. Starfsmenn sem vinna að framleiðslu þar sem vínýlklóríð kemur við sögu eru taldir í áhættuhópi að fá vissar tegundir krabbameina.

Heimildir

breyta
   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES