Vatnsberinn
stjörnumerki
Vatnsberinn (latína: Aquarius) er stjörnumerki í Dýrahringnum við miðbaug, á milli Steingeitarinnar og Fiskanna. Vatnsberinn er eitt af elstu stjörnumerkjum Dýrahringsins og var eitt af 48 stjörnumerkjum fornaldar sem Kládíos Ptólemajos lýsti. Stjörnumerkið er á svæði á himninum sem er oft kallað Hafið af því þar eru mörg stjörnumerki sem tengjast vatni eða hafi, eins og Hvalurinn, Fiskarnir og Fljótið.
Í stjörnuspeki teljast þeir sem fæðast milli 20. janúar og 19. febrúar vera í vatnsberamerkinu. Árið 2002 gekk Sólin gegnum Vatnsberann frá 16. febrúar til 12. mars.