Viðskiptabréf er framseljanleg, óskilyrt, og skrifleg skuldbindandi yfirlýsing sem gefur nafngreindum eða ónafngreindum handhafa hennar rétt til þess að fá greiðslu úr hendi útgefandi bréfsins (skuldara) í samræmi við efni hennar. Engin almenn skilgreining er til á hugtakinu í landslögum en ályktað er að skuldabréf, víxlar, tékkar (ávísanir), hlutabréf, farmskírteini, og hlutdeildarskírteini teljist örugglega vera viðskiptabréf. Álitið er að annars konar yfirlýsingar teljist einnig viðskiptabréf ef þær uppfylla kröfur sem gerðar eru til slíkra bréfa. Áður fyrr flokkuðust líftryggingarskírteini sem viðskiptabréf en gera það ekki lengur.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES