Vistsvæði er vistfræðilega skilgreint svæði sem er minna en líflandfræðilegur heimshluti en stærra en vistkerfi. Vistsvæði ná yfir tiltölulega stór svæði þar sem eru einkennandi samsetningar náttúrulegra líffélaga; flóru, fánu og vistkerfa. Líffræðilegur fjölbreytileiki innan vistsvæðis greinir það frá öðrum vistsvæðum. Hann ræðst af þeim loftslags- og landslagsþáttum sem einkenna svæðið.

Austurrísku Alparnir eru dæmi um vistsvæði.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES