Volkswagen (þýska: Alþýðubíllinn, oft skammstafað sem VW) er þýskur bifreiðaframleiðandi staddur í Wolfsburg, Neðra-Saxlandi. Fyrirtækið var stofnað árið 1937 af Deutsche Arbeitsfront. Volkswagen er helsta merki Volkswagen Group fyrirtækis, sem á líka Audi, Bentley, Bugatti, Lamborghini, Porsche, SEAT, Škoda og vörubílaframleiðandann Scania. Árið 2009 sameinaðist fyrirtækið Porsche, undir stjórn Volkswagen, sem er í meiruhlutaeigu austurrísks-þýsku Porsche–Piëch fjölskyldunnar, afkomenda Ferdinand Porsche (1875–1951) og tengdasonar hans Anton Piëch (1894–1952).

Bjallan

Volkswagen er þekkt fyrir einkennandi (e. iconic) Volkswagen-bjölluna (e. Volkswagen Beetle), sem Ferdinand Porsche hannaði. var stærsti bílaframleiðandi í heiminum 2016 og 2017. Volk á þýsku þýðir fólk, og því Volkswagen „bíll fólksins“, eða beinna „fólksvagn“, eða Alþýðubíllinn.

Volkswagen er borið fram [ˈfɔlksˌvaːɡən] (á þýsku). Núverandi slagorð Volkswagen er Das Auto („bíllinn“). Áður var slagorðið Aus Liebe zum Automobil, sem þýðir „vegna ástar fyrir bílinn“.

Nokkur helstu bifreiða sem framleiddar hafa verið af Volkswagen eru „bjallan“, Golf, Polo og „rúgbrauð“.

Arið 1934 kom Adolf Hitler að gerð framleiðslunnar, skipaði fyrir um framleisðlu á bíl fyrir tvo fullorðna og þrjú börn. Tilgangurinn var að þýskar fjölskyldur gætu eignast bíl í gegnum sparnað ("Fünf Mark die Woche musst du sparen, willst du im eigenen Wagen fahren" – „sparaðu fimm mörk á viku til að keyra í eigin bíl“, e. „Five Marks a week you must set aside, if in your own car you wish to ride“), sem um 336.000 manns gerðu.

 
VW Type 82E
   Þessi fyrirtækjagrein sem tengist Þýskalandi og bílum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES