Wikipedia:Flýtileið

Flýtileið:
WP:F

Flýtileiðir eru sérstök gerð tilvísanna notaðar til þess að komast hraðar á síðu tengda Wikipedia verkefninu, með því að slá ekki inn allt nafn síðunnar. Dæmu um slíkar flýtileiðir eru WP:P fyrir Wikipedia:Potturinn og WP:H fyrir Wikipedia:Handbókin.

Flýtileiðir eru alltaf með hástöfum, en ef þær eru slegnar inn í leitarsvæðið og valið „Áfram“ má einnig nota lágstafi. Þá er einnig hægt að slá flýtileiðirnar beint inn í veffangið með því að taka út nafnið á síðunni sem maður er á og breyta því í viðkomandi flýtileið. Til þess að fara af þessari síðu á Pottinn má til dæmis stroka út þar sem stendur Wikipedia:Flýtileið og skrifa í staðin WP:P.

Þegar flýtileið er sköpuð fyrir einhverja Wikipedia síðu er ætlast til þess að sett sé merking um þá flýtileið á viðkomandi síðu, svo fólk geti vitað af henni. Það er gert með því að setja efst á síðuna {{Flýtileið|[[WP:<x>]]}}, þar sem <x> er í raun flýtileiðin. Þær byrja allar á WP:, það stendur fyrir Wikipedia og er notað til að aðgreina þær frá öðrum síðum.

Flýtileiðir eru búnar til eins og aðrar tilvísanir. Það er að segja, farið er eins og búa eigi til síðu með því nafni sem er á flýtileiðinni, svo sem WP:F fyrir þessa síðu. Þá er skrifað sem efni greinarinnar

#Tilvísun [[Wikipedia:Flýtileiðir]]

Algengast er að flýtileiðir séu hafðar skammstafanir eða styttingar.

Listi yfir flýtileiðir er á Wikipedia:Flýtileiðir.

  NODES