Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2017

Dósakirkjan

Dósakirkjan (úkraínska: Бляшана Катедра, enska: Tin Can Cathedral) var fyrsta sjálfstæða úkraínska kirkjan í Norður-Ameríku. Söfnuðurinn var kjarni serafímítakirkjunnar sem varð til í Winnipeg og hafði engin tengsl við nokkra kirkju í Evrópu.

Fyrstu innflytjendurnir frá Úkraínu komu til Kanada 1891, flestir frá héruðum í Austurrísk-ungverska keisaradæminu, Búkóvínu og Galisíu. Þeir sem komu frá Búkóvínu voru í rétttrúnaðarkirkjunni en þeir sem komu frá Galisíu voru í kaþólsku austurkirkjunni. Í hvorugum hópnum var fólk vant býsönskum sið. Um 1903 voru komnir það margir innflytjendur frá Úkraínu til vesturhluta Kanada að farið var að huga að trúarleiðtoga, stjórnmálamönnum og skólamönnum til að sjá um menntun fólksins.

Fyrri mánuðir: RéttindabyltinginTitanicBeyoncé
  NODES