Wikipedia:Nafnarými

Nafnarými
Grunnnafnarými Spjallnafnarými
(ekkert forskeyti) Spjall
Notandi Notandaspjall
Wikipedia Wikipediaspjall
Snið Sniðaspjall
Flokkur Flokkaspjall
Mynd Myndaspjall
Hjálp Hjálparspjall
Gátt Gáttaspjall
Melding Meldingarspjall
Sýndarnafnarými
Kerfissíða
Media

Nafnarými á Wikipediu eru flokkunarkerfi sem skipta öllum síðum vefsins niður eftir hlutverki sínu. Nafnarýmin eru skilgreind út frá vissum forskeytum við síðunöfn sem MediaWiki-hugbúnaðurinn þekkir, nema í tilfelli aðalnafnarýmisins sem hefur ekkert forskeyti. Forskeytin standa við síðunöfn ásamt tvípunkti. Notandasíður hafa til dæmis forskeytið „Notandi:“. Greinar alfræðiritsins eru í aðalnafnarýminu og hafa ekkert forskeyti.

Íslenska Wikipedia hefur 20 nafnarými, níu grunnnafnarými, níu samsvarandi spjallnafnarými og tvö sýndarnafnarými. Yfirlit yfir öll nafnarýmin eru í töflunni hér hægra megin.

Nafnarýmin

breyta

Aðalnafnarýmið

breyta
 
Nafnrými síðu þekkist af forskeyti hennar. Í þessu tilfelli má sjá að síðan er í Wikipedia nafnrýminu.

Aðalnafnarýmið er það nafnarými sem inniheldur greinar alfræðiritsins. Síður í þessu nafnrými hafa ekkert forskeyti en samsvarandi spjallsíður hafa forskeytið „Spjall:“. Fyrir utan greinar þá er forsíðan einnig í þessu nafnarými auk fjölda aðgreiningarsíða, tilvísana og lista sem eru hugsaðir fyrst og fremst sem hjálpartæki til að finna greinar (listar geta líka verið innihaldsríkir og talið sem alfræðigreinar í sjálfu sér).

Notandi

breyta

Notandanafnarýmið inniheldur síður skráðra notenda Wikipediu. Þær eru svæði notandans sem hann eða hún getur nýtt eftir eigin höfði, svo lengi sem notkunin er ekki alfarið ótengd Wikipediu. Margir nota notandasíðu sína til þess að kynna sig, halda utan um framlög sín til Wikipediu, skrá hjá sér minnisatriði o.s.frv. Samsvarandi spjallsíður notandasíðanna hafa forskeytið „Notandaspjall:“ en þessar spjallsíður eru mikið notaðar þegar einn notandi vill koma skilaboðum til annars. Þegar spjallsíðu notanda er breytt, mun viðkomandi notandi fá skilaboð um það næst þegar hann skráir sig inn á vefinn.

Wikipedia

breyta

Wikipedianafnarýmið (einnig kallað verkefnisnafnarýmið) er fyrir síður sem varða uppbyggingu Wikipediu. Þetta geta til dæmis verið upplýsingasíður um stefnumál, hugtakaskilgreiningar, samvinnuverkefni notenda, almennur umræðuvettvangur og fleira í þeim dúr. Samsvarandi spjallsíður hafa forskeytið „Wikipediaspjall:“. Samfélagsgáttin er hugsuð sem gátt að þessum síðum.

Sniðanafnarýmið er fyrir síður sem innihalda texta eða kóða sem auðvelt er að birta á mörgum síðum í einu. Til dæmis er það sem skrifað er á síðunni Snið:Stubbur birt á öllum síðum þar sem {{Stubbur}} er sett inn. Snið eru mikið notuð til að merkja greinar sem hafa einhverja vankanta, t.d. ef þær skortir heimildir fyrir fullyrðingum eða ef efast má um hlutleysi þeirra. Það þjónar þeim tilgangi að vara lesandann við því að treysta umfjöllun greinarinnar og auðveldar notendum að finna vandamálagreinar til þess að lagfæra þær. Samsvarandi spjallsíður sniða hafa forskeytið „Sniðaspjall:“. Frekari upplýsingar um snið má finna á Hjálp:Snið og Wikipedia:Listi yfir snið.

Flokkur

breyta

Flokkanafnarýmið er til þess gert að flokka aðrar síður á Wikipediu eftir efni sínu. Síður í þessu nafnrými eru öðruvísi en aðrar síður á Wikipediu að því leyti að þær verða til við það að grein eða önnur síða er sett í flokk, þ.e. það þarf ekki að búa flokkinn til fyrst. Samsvarandi spjallsíður flokka hafa forskeytið „Flokkaspjall:“. Nánari upplýsingar um flokka er að finna á Hjálp:Flokkar og Wikipedia:Flokkastaðall.

Myndanafnarýmið er fyrir síður sem fylgja þeim skrám sem hlaðið hefur verið inn á íslensku Wikipediu. Þrátt fyrir nafnið á þetta ekki aðeins við myndir heldur einnig um hljóðskrár, myndbönd og önnur skráarform sem hægt er að hlaða inn á vefinn. Skrám ætti almennt að hlaða inn á Wikimedia Commons frekar en hér. Samsvarandi spjallsíður myndasíða hafa forskeytið „Myndaspjall“.

Hjálp

breyta

Hjálparnafnarýmið er fyrir síður sem ætlaðar eru sem leiðbeiningar fyrir notendur um notkun Wikipediu. Mörkin á milli þessa nafnrýmis og Wikipediunafnrýmisins eru gjarnan óskýr en eitt einkenni á síðum í hjálparnafnrýminu er að þær tala gjarnan beint til notandans og leiðbeina honum á meðan síður í Wikipediunafnrýminu eru frekar almenn lýsing á viðfangsefninu. Samsvarandi spjallsíður hjálparsíða hafa forskeytið „Hjálparspjall:“. Nánari upplýsingar er að finna á efnisyfirliti hjálparinnar.

Gáttanafnarýmið er fyrir gáttir, það eru síður sem taka fyrir tiltekið efnissvið í alfræðiritinu, halda utan um greinar og margmiðlunarefni varðandi það svið og skipuleggja samvinnu notenda í kringum sviðið. Yfirlit yfir gáttir er að finna á samfélagsgáttinni Samsvarandi spjallsíður gátta hafa forskeytið „Gáttaspjall:“.

Melding

breyta

Meldingarnafnarýmið er fyrir meldingar í viðmóti vefsins. Allt notendaviðmót Wikipediu byggir á meldingum sem þýddar hafa verið af notendum vefsins. Áður fyrr var það gert hér á íslensku Wikipediu en núna er ætlast til þess að notast sé við translatewiki.net til þess að þýða viðmótið nema ætlunin sé að þýðingin eigi bara að gilda fyrir íslensku Wikipediu. Samsvarandi spjallsíður meldinga hafa forskeytið „Meldingaspjall:“.

Sýndarnafnarými

breyta

Í sýndarnafnarými falla þær síður sem notendur geta ekki breytt. Þar er annars vegar um að ræða kerfissíður sem innihalda ýmsar sjálfvirkt uppfærðar síður um vefinn og hins vegar „Media“ nafnrýmið sem ætlað er til þess að tengja beint í skrár frekar en að tengja í skráarsíðuna.

  NODES
Note 8