William Stanley Jevons

William Stanley Jevons (1. september 1835 - 13 ágúst 1882) var enskur hagfræðingur og rökfræðingur. Jevons var einn af þrem mönnum sem að samtímis fóru fram með svokallaða jaðarbyltingu. Hver fræðimaður þróaði kenninguna um jaðar hagkvæmni til að skilja og útskýra hegðun neytenda. Kenningin hélt því fram að gagnsemi hverjar viðbótareiningar vöru sé minna og minna fyrir neytandann. Framlag Jevons til jarðar byltingarinnar í hagfræði seint á 19. öld staðfesti orðspor hans sem leiðandi stjórnmálahagfræðingur og rökfræðingur þess tíma.

William Stanley Jevons

Ævi og störf

breyta

Jevons fæddist í liverpool, Lancashire, Englandi. Foreldrar hans voru Thomas Jevons, járnkaupa maður og Mary Anna Jevons. Hann stundaði nám við University College School í London þar sem að hann lærði efnafræði og grasafræði á árunum 1851-1853. Árið 1854 neyddist Jevons að hætta í námi sínu vegna gjaldþrots föður síns. Hann fór að starfa sem efnafræðingur í Sydney, Ástralíu, þar sem hann dvaldi í 5 ár. Meðan að dvöl hans stóð yfir fékk hann brennandi áhuga á hagfræði og hóf aftur nám þegar hann snéri heim til Bretlands árið 1859. Á svipuðum tíma byrjar hann að skrifa sína fyrstu bók sem hann síðan gefur út árið 1862, General Mathematical Theory of Political Economy og hefur henni verið lýst sem upphafs stærðfræðilegra aðfeðra í hagfræðinni.

Jevons vakti athygli fyrir rit sitt The Coal Question (1865) þar sem hann vakti athygli á því að kolanámur Englands myndu ganga til þurrðar vegna vaxandi eftirspurnar eftir orku. Þar sem kol væru takmörkuð auðlind, sem gæti gengið til þurrðar væri óskynsamlegt að reiða sig á hagvöxt sem krefðist æ vaxandi kolanotkunar. Ritið er talið eitt af mikilvægustu fyrstu framlögunum til auðlindahagfræði.

Mikilvægasta rit Jevons er Principles of science og The theory of political economy (1871) þar sem hann setti kenningar sínar fram með heilstæðum hætti. Ritið er meðal þeirra sem talið er marka upphaf jaðarbyltingarinnar í hagfræði.[1]

Jevons giftist Harriet Ann Taylor árið 1867, hún var dóttir John Edward Taylor sem var stofnandi dagblaðsins Manchester Guardian sem var síðan breytt í The Guardian. Jevons glímdi við heilsubrest og þá sérstaklega svefnleysi. Þau áttu þrjú börn og fluttu til London árið 1876 þar sem hann starfaði hjá University College. Hann druknaði árið 1882, einungis 46 ára gamall nálægt Hastings, Suður Englandi.[2]

Notagildi

breyta

William Stanley Jevons var einn af þremur hagfræðingum sem taldir eru upphafsmenn jaðarbyltingarinnar. Hinir tveir eru Léon Walras og Carl Menger. Þeir settu allir hugmyndir sínar fram á sama tíma án vitneskju af rannsóknum eða kenningum hvors annars. Þeir bjuggu allir í ólíkum löndum, Jevons bjó í Liverpool á Englandi, Walras í Lausanne í Sviss og Menger í Vínarborg í Austurríki.[3] Jevons var fyrstur þeirra þriggja til að beita tækjum og hugtökum jaðargreiningar í grein sem hann birti 1863, General Mathematical Theory of Political Economy.[4]

 
William Stanley Jevons

Kenning þeirra Jevons, Walras og Menger er að verð vöru sé byggt á notagildi hennar, og að notagildi hverrar vöru minnki eftir því sem meira er notað af henni, þ.e. jaðarnyt vöru falli. Tökum dæmi um brauð, ef maður er svangur hefur fyrsta brauðsneiðinn með mikill nyt fyrir mann, en með hverri sneið þá minnkar notagildið og á endanum er maður orðinn saddur, þá verða nytjarnar á annarri sneið engar eða neikvæðar. William Stanley Jevons hélt áfram með kenninguna um jaðarnytjar og fann út að hámörkun nytja er ekki til staðar nema öll neysla sé hlutfallslega jöfn. Höldum áfram með dæmið um brauð en bætum súkkulaði við, segjum að í byrjun við eigum hver brauðsneið gefi 10 nytjar og hvert súkkulaði gefi 12 nytjar en bæði kosta þau 500kr, segjum svo að hvert auka súkkulaði og brauð gefi okkur 0 nytjar þar sem við værum kominn með ógeð af hvoru eftir eitt stykki, ef við ættum 1000kr þá væri best að kaupa eina brauðsneið og eitt súkkulaði til að hámarka nytjar okkar. Jaðarnytjar ákvörðuðu því hvað neytendur væru tilbúnir til að greiða fyrir vöru.

Þversög Jevons

breyta

William Stanley Jevons er einnig þekktur fyrir Þversögn Jevons (e Jevons Paradox). Kenninguna setti hann fram í The Coal Question (1865), þar sem hann fjallaði um afleiðingar þess að hagvöxtur á tímum iðnbyltingarinnar reiddi sig á takmarkaða auðlind, kol.

Spurningin hans var hvort breskt efnahagslíf gæti reitt sig á áframhaldandi framleiðsluaukningu og haldið stöðu sinni sem helsta iðnríki veraldar. Hann benti á að hægt væri að framleiða orku með öðrum hætti, vatnsvirkjunum, sólarorku og timbri úr skógum Bretlands. Takmörk væru hins vegar fyrir því hversu mikla orku hægt væri að framleiða úr timbri, þar sem það væri auðlind sem endurnýjaði sig hægt. Kol væru hins vegar takmörkuð auðlind, og því væri óhugsandi að reiða sig á þau til ókominnar framtíðar. Talið var að framleiðslan gæti ekki aukist jafn hratt og hún hafði gert. Ef framleiðslan héldi áfram að aukast með sama hraða og hún hefði gert síðustu 80 ár þá myndu kolabirgðir englands ganga til þurrðar á næstu 100 árum.[5]

Jevons benti á að bætt nýting á orku, þ.e. tækniframfarir, lækka orkuverð, sem leiðir aftur til aukinnar eftirspurn og neyslu, og þar með eftirspurnar eftir orku. Tækniframfarir myndu því auka eftirspurn eftir (kolum) orku, þvert á það sem margir höfðu talið og því myndi framboð þeirra þverra fyrr en síðar.

Þversagnarkenningin felst í því að aukin skilvirkni í notkun framleiðsluþátta leiði ekki til minni heildarnotkunar á þeim framleiðsluþætti, þar sem eftirspurnin eykst hraðar. Það væri því ekki hægt að gefa sér að tækniframfarir myndu leiða til minni eftirspurnar eftir takmörkuðum framleiðsluþáttum. Þversögnin Jevons hefur fengið mikla athygli í auðlindahagfræði og í rannsóknum á sjálfbærum hagvexti.[6]

Þversagnakenning Jevons gildir þegar svokallaður Rebound Effect er hærri en 100%, en hann er samansafn þeirra ýmsu óbeinu áhrifa sem aukin skilvirkni hefur á eftirspurn. Ef þessi áhrif eru meiri en það sem sparaðist með aukinni nýtingu heldur þversögnin. Af þessu hafa ýmsir fræðimenn dregið þá ályktun að aukin skilvirkni vinni því gegn sjálfbærni þar sem auðlindanotkun eykst, frekar en að minnka.

Kolavandamálið

breyta

Á seinni hluta 19. aldar, á tímum Jevons var breska hagkerfið mjög háð kolum og var það grundvallar orkugjafi fyrir iðnaðarframleiðslu, heimili og samgöngur. Kol var drifkraftur iðnbyltingarinnar og á þessum tíma var Bretland fremsta iðnveldi heimsins. Framleiðsla jókst gríðarlega í iðnbyltingunni í Bretlandi þar sem kol voru notuð til að knýja gufuvélar í verksmiðjum til að framleiða textíl, járn, stál og aðrar vörur. Stærstu verksmiðjurnar voru orkufrekar og var kol auðfengin og hagkvæm orka. Gufuvélar voru einnig undirstaða samgangna á þessum tíma eins og lestir og gufuskip sem öll voru drifin á kolum. Á þessum tíma var járnbrautarkerfi Bretlands mikilvægt til fólksflutninga og gufuskipin tengdu landið við heimsmarkaðinn. Auk þess að vera orkulind fyrir iðnað og samgöngur voru kol notuð til upphitunar á flestum breskum heimilum á 19.öld sem gerði kolin nánast ómissandi fyrir almenning. Bretland var háð því að hafa auðvelt og ódýrt aðgengi að kolum til að viðhalda hagvextinum með því að auka framleiðslu til að bæta lífskjör almennings.

Þrátt fyrir mikilvægi kola þá voru þau takmörkuð auðlind. Eftirspurn eftir kolum jókst hratt í Bretlandi vegna stóraukinnar iðnaðarframleiðslu, samgöngubóta og fjölgun íbúa. Jevon benti á að aukin eftirspurn gæti verið vandamál fyrir Bretland þar sem kol er endanleg auðlind og þegar framboð minnkaði þá myndi verð hækka og draga úr aðgengi að þeim. Þetta gæti valdið því að kostnaður við að reka verksmiðjur, knýja samgöngur og hita upp heimili myndi aukast og draga úr hagvexti og velferð almennings. Jevon hélt því fram að Bretland yrði á endanum að takast á við þann veruleika að kolabirgðir landsins myndu klárast á einhverjum tímapunkti.[5]

Ef að skortur á kolum yrði að veruleika myndu verksmiðjur og samgöngur stöðvast og framleiðsla minnkar, það gæti leitt til samdráttar í hagkerfinu. Þetta myndi draga úr samkeppnishæfni Bretlands á heimsmarkaði og ógna stöðu þess sem stærsta iðnveldi heims.

Þar sem framtíðarhagvöxtur Bretlands gat ekki lengur byggst á takmörkuðum auðlindum eins og kolum, var ljóst að þörf var á að skoða aðra orkugjafa. Jevons var meðvitaður um að tækniframfarir einar og sér myndu ekki leysa vandamálið og þess vegna hvatti hann til rannsókna á öðrum orkugjöfum sem gætu hjálpað til við að tryggja stöðugan hagvöxt til lengri tíma.

Rannsóknir á öðrum orkugjöfum:

  • Vatnsafl: Jevons taldi að vatnsafl gæti verið gagnlegt í ákveðnum tilfellum og þá sérstaklega á svæðum þar sem aðstæður væru heppilegar til að nýta það. Hins vegar var hann efins um getu vatnsafls til að mæta vaxandi orkuþörfum Bretlands á sama hátt og kol.  Hann skrifar í bókinni sinni um kolavandamálið „Water power, though available in certain situations, is altogether limited in amount, and cannot possibly be increased so as to supply the growing wants of steam engines”. [5] Hér fjallar hann sérstaklega um magn vatnsorku og hve takmörkuð hún var í samanburði við kol.
  • Endurnýjanlegar auðlindir eins og timbur: Jevons viðurkenndi að timbur væri endurnýjanleg auðlind, en skrifar í bókinni sinni að trjáskógar vaxi of hægt og til að framleiða nægjanlegt timbur til að uppfylla orkuþörf þjóðarinnar þyrfti meiri tíma og pláss en Bretland ætti til. „Forests are slowly reproductive, and to produce wood in sufficient quantities for our wants would require more time and space than we can afford”. Hann sá því ekki timbur sem raunhæfan orkugjafa til langs tíma litið.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. „William Stanley Jevons“. Econlib (bandarísk enska). Sótt 17. september 2021.
  2. Mosselmans, Bert (2020), Zalta, Edward N. (ritstjóri), „William Stanley Jevons“, The Stanford Encyclopedia of Philosophy (Spring 2020. útgáfa), Metaphysics Research Lab, Stanford University, sótt 17. september 2021
  3. „William Stanley Jevons“. Econlib (bandarísk enska). Sótt 17. september 2021.
  4. "A General Mathematical Theory of Political Economy". The Theory of Political Economy. 1871.
  5. 5,0 5,1 5,2 5,3 „The Coal Question | Online Library of Liberty“. oll.libertyfund.org. Sótt 17. september 2021.
  6. Ruzzenenti, Franco; Font Vivanco, David; Galvin, Ray; Sorrell, Steve; Wagner, Aleksandra; Walnum, Hans Jakob (2019). „Editorial: The Rebound Effect and the Jevons' Paradox: Beyond the Conventional Wisdom“. Frontiers in Energy Research (enska). 0. doi:10.3389/fenrg.2019.00090. ISSN 2296-598X.
  NODES