William Wallace

Skoskur riddari

Sir William Wallace (Uilleam Uallas á gelísku; William le Waleys á normannafrönsku[1]) (d. 23. ágúst 1305) var skoskur riddari og einn helsti leiðtogi Skota í skosku sjálfstæðisstríðunum.[2]

William Wallace

Ásamt Andrew Moray sigraði Wallace her Englendinga í orrustu við Stirling-brú í september árið 1297. Hann var nefndur verndari Skotlands og gegndi þeirri stöðu þar til hann bað ósigur við Falkirk í júlí 1298. Í ágúst 1305 var Wallace handsamaður í Robroyston nærri Glasgow og framseldur Játvarði 1. Englandskonungi. Fyrir glæpi sína gegn enskum borgurum var Wallace hengdur og hálshöggvinn, innyfli hans brennd og lík hans bútað í fernt.

Eftir dauða sinn varð Wallace virtur og frægur langt fyrir utan heimaland sitt. Hann varð hetjan í ljóðinu The Wallace sem samið var á 15. öld og umfjöllunarefni ritverka eftir Sir Walter Scott og Jane Porter. Í dag er hann einna þekktastur vegna kvikmyndarinnar Braveheart sem kom út árið 1995 og vann Óskarsverðlaun sem besta myndin.

Tilvísanir

breyta
  1. Stevenson, Joseph. ''Documents illustrative of Sir William Wallace: his life and times''. Books.google.com. Sótt 1. september 2013.
  2. „William Wallace (c. 1270–1305)“. Bbc.co.uk. Sótt 4. apríl 2010.
  NODES