Xinjiang

sjálfstjórnarhérað í Kína

Xinjiang (einnig nefnt Sinkiang eða Shingjang)(kínverska: 新疆; rómönskun: Xīnjiāng) er sjálfstjórnarhérað í norðvesturhluta Kína með landamæri að Afganistan, Rússlandi, Mongólíu, Kirgisistan og Tadsjikistan. Höfuðstaður héraðsins er Urumqi. Tungumál héraðsins er kínverska og úýgúríska. Opinberlega heitir það Úígúrska sjálfstjórnarhéraðið Xinjiang.

Landakort sem sýnir legu sjálfstjórnarhéraðsins Xinjiang í norðvesturhluta Kína.
Kort af legu sjálfstjórnarhéraðsins Xinjiang í norðvesturhluta Kína.

Héraðið var sjálfstætt og barist var um stjórn þess fram til 18 aldar. Árið 1884 keypti Kingveldið landið og innlimaði það inn í Kína og árið 1955 varð það að sjálfstjórnarhéraði. Stærsti þjóðfélagshópur fólks eru Úígúrar, þjóðarbrot tyrkískumælandi múslima. Um 60% tekna héraðsins kemur frá olíuiðnaði.[1]

Samkvæmt manntali Kína sem framkvæmt var árið 2020 eru íbúar Xinjiang 25.852.345.

Tenglar

breyta
  • Greinin Sinkiang, Verkamaðurinn - 39. Tölublað, 28.09.1940.

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Regions and territories: Xinjiang British Broadcasting Corporation. Skoðað þann 8. desember 2010
  NODES
languages 1
os 2