Yllir (fræðiheiti: Sambucus) er ættkvísl með á fjórða tug tegunda marggreindra lauffellandi runna eða trjáa innan geitblaðsættar.

Yllir
Svartyllir (Sambucus nigra)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Stúfubálkur (Dipsacales)
Ætt: Geitblaðsætt (Adoxaceae)
Ættkvísl: Sambucus
Tegundir

Sjá grein

Finnst villtur um allan heim, að Suðurskautslandinu undanskildu. Á norðlægum slóðum, aðalega Norður-Evrópu, er algengastur Rauðyllir (Sambucus racemosa) og tegundaafbrigði af honum sem verður oft 4 - 6 metra hár runni. Sunnar í Evrópu og Norður-Ameríku er algengastur Svartyllir (Sambucus nigra) og tegundaafbrigði af honum, en hann getur mest orðið um 15 metra hátt tré.

Lýsing

breyta

Laufblöðin gagnstæð, stakfjöðruð og sagtennt. Blómin eru lítil og hvít í stórum endastæðum klösum. Hann blómstrar snemma og verða berin rauð eða svört. Hraðvaxta, skuggþolin og þrífst best í rökum jarðvegi. Yllir er víða ræktaður og úr blómunum er unnir drykkir en berjunum sulta og lyf.

Þjóðtrú

breyta

Gömul lækningajurt sem þótti góð gegn kvefi en eitruð í miklu magni. Rauðberjayllir er talinn eitraðastur af tegundahópunum, þó ekki meir en svo að valda aðallega magapínu[1]. Í þjóðtrú er yllir annaðhvort notaður til að fæla burt nornir eða að þær söfnuðust við yllinn þegar ber hans voru fullþroskuð. Ekki þótti gott að smíða vöggu úr ylli því þá áttu álfar og nornir að ásækja barnið sem í henni lá. Einnig þótti ógæfulegt að fella ylli vegna þess að þá myndi yllimóðirin hefna sín grimmilega.

Tegundir

breyta

Svartberjayllir er ýmist flokkaður sem ein tegund Sambucus nigra sem finnast í hlýrri hlutum Evrópu og Norður Ameríku með nokkrum svæðisbundnum stofnum eða undirtegundum, eða sem hópur af nokkrum svipuðum tegundum.

  • Svartberjayllir Sambucus melanocarpa Vestur Norður-Ameríka; er millistig milli síðasta og næsta hóps. Blómin eru í ávalri greindri blómskipun en berin eru svört, hann er lítill runni, sjaldan meira en 3 - 4 metrar á á hæð. Sumir grasafræðingar vilja telja hann með rauðberja yllis hópnum.

Rauðberjayllir er ýmist meðhöndlaður sem ein tegund, Sambucus racemosa sem finnst á kaldari slóðum á norðurhveli jarðar, með nokkrum svæðisbundnum stofnum, eða undirtegund, eða sem hópur af nokkrum svipuðum tegundum.

  • Dvergyllir ólíkt öðrum Yllum er fjölæringur og vaxa nýjar greinar upp af rótinni á hverju ári.
    • Sambucus adnata - Asíudvergyllir; (Himalajafjöll og austur-Asía; rauð ber)
    • Sambucus ebulus - Evrópudvergyllir; (Mið-og Suður-Evrópa, Norðvestu-Afríka og Suðvestur-Asía; svört ber)

Önnur afbrigði:

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir

breyta
  1. http://www.henriettes-herb.com/blog/elder-toxicity.html
  NODES
languages 1
os 5