aðfangadagur

Sniða/skráar breytingar í þessari útgáfu eru óyfirfarnar. Stöðuga útgáfan var skoðuð 26. apríl 2017.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „aðfangadagur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall aðfangadagur aðfangadagurinn aðfangadagar aðfangadagarnir
Þolfall aðfangadag aðfangadaginn aðfangadaga aðfangadagana
Þágufall aðfangadegi aðfangadeginum aðfangadögum aðfangadögunum
Eignarfall aðfangadags aðfangadagsins aðfangadaga aðfangadaganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

aðfangadagur (karlkyn); sterk beyging

[1] Aðfangadagur (sem á sér gömul samheiti eins og affangadagur eða tilfangadagur) er hátíðardagur í kristinni trú. Orðið „aðfangadagur“ þýðir í raun dagurinn fyrir hátíðisdag og er núorðið eiginlega aðeins haft um 24. desember en það er dagurinn fyrir jóladag og því nefndur svo. Einnig er líka stundum talað um aðfangadag páska en það er laugardagurinn fyrir páskasunnudag.
Samheiti
[1] aðfangadagur jóla
Undirheiti
[1] aðfangadagskvöld
Sjá einnig, samanber
jól, jólasveinn
Dæmi
[1] Íslendingar fagna aðfangadegi með sínum hætti og eru siðirnir æði mismunandi eftir fjölskyldum. Hjá flestum er þó mikið lagt upp úr góðum kvöldverði, gjafir opnaðar eftir klukkan sex og síðan fara margir til miðnæturmessu.

Þýðingar

Tilvísun

Aðfangadagur er grein sem finna má á Wikipediu.

  NODES